12. janúar 2002  #
Vetrarbústaðarferð - laugardagurinn
Vöknuðum um tvöleytið næsta dag og Sigurjón (sem var búinn að vaska upp og taka til þegar við vöknuðum!!!) brunaði með Höllu á Geysir þar sem hún tók rútuna í bæinn. Hún var nefnilega búin að lofa sér í annað um kvöldið. Þegar Sigurjón kom tilbaka fórum við síðan öll að Gullfossi til að skoða hann í vatnavöxtum og kíktum svo á Geysissvæðið.
Um 17:00 tók Assi svo til að að framreiða pönnukökur og við höfðum smá kaffitíma um sexleytið. Pönnukökurnar voru misfallegar en mjög góðar enda er það ekki útlitið sem er aðalatriðið! Elva bauð einnig upp á eplapæ og við átum okkur vel södd af ýmsum sætum kræsingum.
Í kringum 20:00 (minnir mig) fórum við í pottinn og fengum okkur freyðivín og Blush og til að kóróna pottarferðina hafði Hófí komið með stjörnuljós. Við kveiktum öll á stjörnuljósum og horfðum á eldglæringarnar koma þjótandi ofan í pottinn til okkar. Þetta var sko súpermoment!
Kvöldmaturinn var frábær. Mexíkóskar tortillas með alls kyns gúmmelaði. Mmmmm... :) Við vorum öll við það að springa af ofáti en þetta var nú eftir allt saman átferð svo það var í lagi!
Svo var farið í Flóðhestinn í Rússíbananum, Trivial Pursuit og stuttu áður en mannskapurinn fór í rúmið lásum við draugasögur úr "Kötturinn í örbylgjuofninum". Theó fór svo í pottinn meðan við hin burstuðum sykurinn af tönnunum og Sigurjón skellti sér í skýlu og fór til hennar til að veita henni félagsskap.
Farið var að sofa í kringum sexleytið.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum