8. janúar 2002  #
Bréfasprengjur eða hvað?
Rafrænn póstur hefur enn ekki náð algjörum sigri yfir gamaldags pósti. Það er enn til fólk skrifar sendibréfin sín á áþreifanlegan pappír, stingur þeim ofan í umslög, ritar rétta heimilisfangið utan á, sleikir bragðvond frímerkin og límir þau á umslögin og arkar svo með herlegheitin í næsta póstkassa. Ég er ein af þeim sem fellur í þennan hóp og nú rétt eftir áramótin skrifaði ég sæmilega langt bréf til Jolöndu pennavinkonu minnar í Hollandi. Föstudaginn 4. janúar kom ég við í Glæsibæ og hugðist nú stinga bréfinu í póstkassann þar. En það var engin leið að opna kassann og eftir smá ströggl sá ég miða þar sem mér (og öðrum sniglapóstsendendum) var skýrt frá því að kössunum hefði verið lokað yfir áramótin vegna sprengihættu. Nei, ástæðan er ekki sú að Íslendingar séu almennt farnir að taka upp á þeim ósið að senda hvor öðrum bréfasprengjur. En því miður virðist sprengigleði þeirra varðandi flugelda vera farin að teygja sig heldur langt því aðalfjörið er nú að koma fyrir sprengjum í litlu, saklausu, rauðu póstkössunum og er þá lítið hugsað um hvort kassinn er fullur af pósti eður ei. Vegna þessa hefur Íslandspóstur gripið til þess ráðs að loka kössunum þangað til 15. janúar. Við sem enn höldum í þá hefð að senda gamaldags sendibréf með skipum eða flugvélum verðum því að bíða til 15. janúar eða fara með bréfin okkar út á pósthús. Jolanda þarf því að bíða enn um stund eftir bréfinu sem hefði getað verið komið til hennar í dag ef ég hefði komið því ofan í póstkassann síðasta föstudag.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum