30. nóvember 2002  #
Deila eða drukkna?

Skutlaði Jóa í skólann í morgun til að geta haft bílinn. Las nokkrar greinar í Læsinu og lagði svo í stað í verslunarleiðangur. Byrjaði í IKEA en því miður fann enga háa plastkassa fyrir hveiti, sykur o.s.frv. eins og mig vantar svo sárlega! :( Kíkti svo í Rúmfatalagerinn þar sem ég keypti 100 ljósa marglita jólaseríu í stofusvalagluggann og sogskálar til að hengja hana upp. Fór loks í Bónus og keypti matvörur fyrir u.þ.b. 8000 krónur, enda veitti nú ekki af, eldhússkáparnir foru farnir að halda að það væri komin kreppa eða stríð!
Í stað þess að byrja á fullu að lesa og læra þegar ég kom heim, þá hellti ég mér í hreingerningarstörf, ryksugaði, skúraði og þurrkaði af. Kvöldið fór svo í að hengja upp nýju seríuna og setja gömlu litlu seríuna í vinnuherbergisgluggann. Ég er sem sagt mest lítið búin að vera að læra í dag...en ég er nú svo sem á góðu róli fyrir Læsisprófið á þriðjudaginn, ætti aðallega að vera farin að hafa meiri áhyggjur af aðferðafræðinni... :(
Mikið er ég nú samt fegin að vera ekki í læknisfræði eða einhverju öðru álíka samkeppnisfagi. Kennaranemar eru nefnilega svo duglegir við að deila vinnunni sinni, skiptast á glósum o.s.frv. Fékk fullt af pósti í dag frá stúlkum á yngri barna sviðinu sem voru búnar að gera tölvuglósur upp úr lesefninu og vildu senda á alla. Þúsund þakkir til þeirra :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum