10. desember 2002  #
Púúú á Smáralind og Kringluna

Úff...þá er ég búin að senda heimaprófið í stærðfræði frá mér. Um leið og ég ýtti á send-takkann þá fékk ég sömu tilfinningu og þegar ég fer til útlanda, ég var viss um að ég hefði gleymt einhverju afskaplega mikilvægu. En þar sem ég get ómögulega fundið út hvað það gæti verið þá ætla ég bara að hætta að hafa áhyggjur og einbeita mér að því að ég sé í alvöru komin í jólafrí. Það er betra að geta skilað af sér blaði og yfirgefið prófstað, þá finnur maður fríið byrja en að ýta bara á send...þetta er eitthvað voðalega skrýtið.

Mamma kom til byggða í dag, en þó ekki í fylgd með jólasveinunum því þeir koma ekki fyrr en næstu nótt. Við fórum í báða kirkjugarðana og settum rafluktirnar á leiðið hjá pabba í Grafarvogskirkjugarðinum og hjá ömmu og afa í Fossvogskirkjugarðinum. Að því loknu brunuðum við yfir í Smáralind þar sem gera átti tilraun tvö til að finna falleg spariföt á mig. Það var sama sagan þar og í Kringlunni, ekkert úrval af fallegum sparifötum. Það voru því þreyttar og pirraðar mæðgur sem yfirgáfu Smáralindina. Þegar við ókum eftir Bústaðarveginum á leiðinni heim til mín datt mömmu skyndilega í hug að líta við í Grímsbæ, hana minnti að þar væri einhver fataverslun. Það var rétt og viti menn...þar fann ég draumapilsið sem ég hafði leitað ljósum logum að í hverjum krók og kima í Kringlunni og Smáralind. Pilsið var undir eins straujað, þ.e.a.s. á kreditkortið ;) og við vorum því heldur léttari í lund þegar við loks komum heim til mín og gæddum okkur á smákökum og sætabrauði.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum