25. desember 2002  #
Jóladagur

Vonandi hafa allir sofið jafnvel út og við Jói. Við skriðum fram úr í kringum hádegi, í tæka tíð til að fara ásamt mömmu yfir til Guðbjargar þar sem boðið var upp á enn meiri mat og kræsingar.

Einhvern veginn tókst mér að lokka mömmu og Guðbjörgu til að spila Rummikub og skemmtu þær sér alveg jafnvel og ég við þá iðju. Meðan við spiluðum horfðu börnin á Jólastundina okkar. Oddur kom öðru hvoru til okkar og kvartaði yfir gráum "draumi" sem væri að hrella hann, þegar við kíktum kom í ljós að um var að ræða beinagrindarlegan, óhugnanlegan, gráan draug sem að okkar mati átti lítið erindi til lítilla barna á jóladag (eða yfirleitt á nokkrum öðrum degi). Vesalings Oddur hafði miklar áhyggjur af þessu og var viss um að draugurinn kæmi til hans þegar hann væri farinn að sofa. RÚV, hvað á þetta eiginlega að þýða???

Á leiðinni aftur heim til mömmu tókum við krók og komum við á Stokkseyri en eins og ég hef minnst á áður eru íbúarnir þar sérlega skreytingaglaðir.

Við mamma tókum svo eitt Scrabble þar sem við nenntum ekki að horfa á 10 Laxnessmyndir á RÚV. RÚV ekki að gera góða hluti þennan daginn!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum