23. febrúar 2002  #
Vafasamur diskur

Við leigðum okkur Aardman Classics á DVD í kvöld og keyptum slatta af óhollustu, svona til að halda upp á íbúðamálin. Aardman eru sem sagt þeir sem gera Wallace og Gromit og einnig Chicken Run. Diskurinn var mjög sérstakur, það voru alveg frábær atriði, það voru leiðinleg atriði og það voru atriði sem gerðu okkur svo orðlaus að við misstum kjálkana niður á gólf. Þarna voru t.d. félagarnir Pib og Pog sem virtust vera barnalegir og sætir í fyrstu en réðust svo hvorn á annan með fallbyssu og gaddaplötu. Þessi diskur er pottþétt ekki barnaefni, svo mikið er víst!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Tilvonandi íbúðareigendur :)
"I´m on the top of the world, looking down on creation...tralala". Við Jói erum í skýjunum enda búin að festa okkur draumaíbúðina. Seljandinn gerði okkur gagntilboð sem við samþykktum og nú er bara að bíða þangað til 1. júní þegar við fáum afhent og getum flutt inn. Íbúðin er við Flókagötu svo að ég get gengið yfir í Kennó til að fara í tíma. Til hamingju, Sigurrós og Jói, þið eruð lukkunar pamfílar!

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum