26. febrúar 2002  #
Lokadagskrá - Déja vu

Lokadagskrá framsagnarþátts íslenskunámskeiðsins var í dag. Við vorum í hátíðasal Sjómannaskólans og áttum við að flytja ljóð, reynslusögu eða lesa þjóðsögu eða ævintýri. Þetta gekk allt voða hratt og vel fyrir sig og er ágætt að vera búin að ljúka hluta íslenskunámskeiðsins.
Reyndar skilur ekkert okkar af hverju í ósköpunum við þurftum að fara í gegnum annað framsagnarnámskeið og aðra svona lokadagskrá því við gerðum næstum það sama fyrir jól á íslenskunámskeiðinu þá. Núna fengum við reyndar æfingu í að segja reynslusögur og fannst mér það mjög gaman. Reyndar hefði mátt gera enn meira úr þeim hluta.
Margir í dag fluttu ljóð eftir Þórarin Eldjárn enda virðast vinsældir hans hafa aukist enn meira eftir útgáfu nýjustu ljóðabókar hans, Grannmeti og átvextir (sem by the way er mjög ofarlega á óskalistanum mínum :)...).


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum