3. mars 2002  #
Formúlan og þeir sem lýsa henni

Formúlan er lögð af stað á ný og að venju var það Schumacher sem sigraði. Þar sem minn maður, Hakkinen, er hættur og farinn að snúa sér að barnauppeldi eða Guð má vita hverju, þá verð ég að finna mér einhverja aðra til að halda með. Ég hugsa að ég haldi mig við McLaren-liðið og haldi með Coulthard og Raikkonen.
En íslensku gúbbarnir hjá Ríkissjónvarpinu sem lýsa Formúlunni, þeir eru sko ekki í náðinni hjá mér. Bullið úr þeim er alveg merkilegt, þeir vita sjaldnast hvað þeir eru að segja og þurfa að leiðrétta sig á fimm mínútna fresti. Það fer líka mjög í taugarnar á mér hvað þeir tala lélega íslensku og hvað orðaforði þeirra er lélegur. Þeir tala stanslaust um að þessi eða hinn ökumaðurinn sé að "gera góða hluti". Hvernig væri að segja að einhver "standi sig vel", "sýni frábæran akstur" o.s.frv.? Ég legg til að íslenska þjóðin slái saman í íslenskunámskeið fyrir þessa gutta.

 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum