1. apríl 2002  #
Smá aprílgabb...fyrirgefið...aprílblogg!

Daði bróðir Jóa leit við í dag og fékk klippingu áður en hann fer í fyrsta túrinn með landhelgisgæslunni á morgun. Jói keypti sér hár-rakvél í fyrra og síðan hef ég séð um að klippa hárið á honum. Í dag var Daða síðan breytt í Jóa, þ.e. hárinu á honum. Þeir bræðurnir eru nú með eins klippingu. Klippingin gekk bara ansi vel og ég held að Daði hafi nú verið hissa á að hafa sloppið lifandi úr klónum á mér...hehehe. Jæja, það er ágætt að vita að maður hefur að einhverju að ganga ef kennslan gengur ekki upp...

Þetta var nú ekki aprílgabb þó það sé 1. apríl í dag. Aumingja blöðin náðu ekki að taka þátt í gabbinu í ár þar sem það koma engin blöð á 2. í páskum en fréttin um opnun í Bláfjöllum hjá mbl.is gæti reyndar verið gabb...maður veit aldrei... Rás 2 var með ágætis gabb um að Keikó væri farinn að taka sundspretti í Ölfusánni...

Áðan horfði ég á Den eneste ene sem ég tók upp um daginn. Yndisleg mynd. Ég ætlaði bara að horfa á hana í þetta eina skipti en hún er það góð að ég er búin að merkja spóluna og ætla að geyma hana. Hefði ekki getað trúað því að Danir gætu gert svona frábæra mynd :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum