6. apríl 2002  #
Ófreskjur á háalofti

Byrjaði daginn á háaloftinu og fór í gegnum gömul leikföng. Fyllti stóran svartan ruslapoka af hræðilega óspennandi gömlum dúkkum sem voru bæði ófrýnilegar og skítugar. Efast um að ég hafi mikinn áhuga á að láta framtíðarbörnin mín leika sér að þeim. Ætla samt ekki að henda þeim strax, Guðbjörg vill kannski sjá þær og rifja upp einhverjar minningar tengdar þeim...ef til vill geyma einhverjar þeirra (efast samt stórlega um það).

Á eftir eru svo væntanlegir nokkrir bekkjarfélagar úr gamla góða D-bekknum. Stefnan er sett á að djamma vel í kvöld og þó það séu reyndar ekki mjög margir sem hafa tilkynnt þátttöku þá hlakka ég samt til að sletta úr klaufunum.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum