4. júlí 2002  #
Sigurrós spæjó

Jú það er alveg rétt hjá ykkur að Sigurrós bloggari er í sumarfríi en . . . það er Sigurrós spæjó færir ykkur pistil dagsins . . .
Ég held nefnilega að ég hafi gert mér grein fyrir allsvakalegu samsæri í dag. Ég hef lúmskan grun um að Laugardalslaugin, Baðhúsið og Apótek bæjarins séu búin að gera með sér leynisamkomulag. Baðhúsið passar upp á ávallt sé kalt í búningsklefunum og sturtunum og Laugardalslaugin sprautar ísköldu vatni yfir fætur sundlaugargesta meðan þeir þurrka sér. Afleiðingarnar eru auðvitað þær að allir fá kvef og fara beint í apótekið og kaupa Otrivin, Dexomet og Parkódín. Sniðugt ekki satt? Reyndar er ég ekki búin að sjá enn hvað Baðhúsið og Laugardalslaugin fá út úr samsærinu - ef til vill hafa apótekin boðist til að mæla með hollri og góðri líkamrsrækt á fyrrnefndu stöðunum tveimur . . . hver veit?
Þetta var Sigurrós Spæjó sem talar frá Reykjavík. Over and out.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum