18. janúar 2003  #
Flokksdrættir í sorpinu

Fórum með alls kyns rusl í Sorpu í morgun. Þessar endurvinnslustöðvar Sorpu eru eins og lítill bær út af fyrir sig, dagblöð og tímarit í þessari götu, spilliefni í þessari götu o.s.frv. Ég fór að velta fyrir mér fyrirhöfninni sem færi í það ef maður flokkaði alltaf sorpið sitt í alla þá flokka sem þarna er um að ræða, líklega þó nokkur tími og fyrirhöfn fyrir utan plássið sem alls kyns sorpfötur á heimilinu myndu taka. En...þetta er víst framtíðin og ef maður vill eiga einhverja framtíð á jörðinni þá neyðist maður kannski til að fara að taka þátt í þessu...bara ekki strax ;)

Talandi um að bjarga jörðinni og íbúum hennar. Við villtumst óvænt inn á videoleigu í gær eftir Sorpuferðina og ákváðum því að leigja Spiderman sem við einhverra hluta vegna vorum ekki enn búin að sjá. Ég bjóst við svona ágætis afþreyingu enda lofuðu auglýsingarnar í sumar góðu en myndin fór alveg fram úr vonum mínum og stóð ég mig að því að liggja í hláturskrampa yfir mörgum bröndurum og bora nöglunum í lærin af spenningi. Mæli með Spiderman, þetta er sko fín mynd.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum