26. janúar 2003  #
Barist til sigurs

Endurlas í dag "Barist til sigurs" eftir Jan Terlow. Skemmtileg bók eftir mjög áhugaverðan barnabókahöfund frá Hollandi. Fjallar um Starkað sem ætlar að verða konungur í Katóríu en þarf til þess að leysa sjö erfiðar þrautir.
Önnur bók eftir Terlow sem ég mæli með er "Dulmálsbréfið" en hún er næst á listanum hjá mér yfir barnabækur sem ég ætla mér að rifja upp og lesa upp á nýtt.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Barnaspítali Hringsins, til hamingju! :)
Ég vil byrja daginn á að óska Barnaspítala Hringsins innilega til hamingju með nýju bygginguna :) Það er gott að svona þörf og góð starfsemi skuli loksins hafa fengið verðug húsakynni. Helga Sigrún, Sigrún og ég kíktum í heimsókn til þeirra á gamla staðinn á fyrsta árinu okkar í Kennó til að kynna okkur starf þeirra tengt krabbameinssjúkum börnum. Var deildin þá einmitt að flytjast milli hæða á Landspítalanum áður en hún flyttist endanlega í nýbygginguna sem verið er að vígja í dag. Það var greinilegt að það starf sem þarna fer fram er unnið af mikilli hlýju og umhyggju og ég óska starfsfólki og sjúklingum alls hins besta á nýja staðnum :)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum