4. janúar 2003  #
Drepist úr leiðindum í Brussel

Las "Vaknað í Brussel" eftir Beturokk í dag. Mér þykir það ósköp leitt en þetta var með leiðinlegri bókum sem ég hef lesið. Ég fann ekki nokkurn einasta söguþráð, það var ekkert sem hélt mér við efnið og satt að segja fann ég ákaflega litla skemmtun í að lesa endalausar djammsögur um sídrukkna glyðru. Ástæðan fyrir takmarkaðri hrifningu minni er kannski bara að ég sé svona "leim" og hallærisleg týpa en það verður þá bara að hafa það, þetta var alla vega ekki bók að mínu skapi.

Þegar Jói klárar það sem hann er að gera í tölvunni akkúrat núna, ætlum við að horfa á Lord Of The Rings I sem við erum með í láni á DVD frá vinnufélaga Jóa. Mynd tvö, Turnarnir tveir, er nefnilega á dagskrá á morgun og planið er að rifja aðeins upp fyrri myndina áður en við sjáum þá seinni.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum