23. október 2003  #
Aftur til upprunans

Fráhvarfseinkennin vegna Enterprise-skorts eru að verða þó nokkur hjá okkur Jóa svo við lögðum leið okkar í Laugarásvideo þar sem við fengum vinalegar móttökur :) Það er jú yfirleitt þannig að það sem mann vantar, það finnur maður í Laugarásvideo svo það er rétti staðurinn fyrir allar þessar myndir og þættir sem ekki finnast annars staðar. Í þetta skiptið höfðum við reyndar ekki heppnina með okkur en það var nú ekki við Gunnar og Leó að sakast, sería tvö er víst ófáanleg. Til að fara ekki tómhent heim skiptum við bara um gír og tókum View From the Top. Sniðug mynd með skemmtilegum litum.
Þar sem það er pizzastaður við hliðina á Laugarásvideo og það vill svo skemmtilega til að þar var tilboð í gangi þá gripum við kvöldmatinn með okkur þaðan. Ég var ánægð yfir að við skyldum hafa gert það því ég hitti fyrrum bekkjarsystkin mín úr Laugarnesskólanum, tvíburana Sunnu og Baldvin Pál. Ég hef einstaka sinnum séð Sunnu bregða fyrir í Skífunni í seinni tíð en Baldvin Pál hef ég bara ekki séð síðan við 12 ára aldurinn eða svo. Fyndið að hitta aftur fólk sem maður þekkti sem litla krakka og eru nú orðin fullorðin og komin með börn. Svona er lífið nú sniðugt :)

Gleðilegar fréttir. Örn og Regína eignuðust hann Snúra litla í nótt :) eins og Jói greinir frá í sínu bloggi. Til hamingju!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum