24. október 2003  #
Litlu jólin

Þar sem verslunareigendur virðast ekki skilja hvernig dagatöl virka og reyna að telja neytendum trú um að jólin séu alveg að koma þá ákváðum við Jói bara að halda litlu jólin núna. Ja...reyndar ákváðum við það ekki fyrirfram og reyndar voru þetta ekki alvöru litlu jól...en sem sagt...
Við fórum í langan útréttinga-/afslappelsisbíltúr. Byrjuðum á því að fara í bíltúr yfir í Mosfellsbæ, röltum um í Kjarnanum, litumst um við Reykjalund og snæddum kvöldverð á KFC sem býr víst yfir stærsta barnalandi KFC í heiminum.
Þegar til Reykjavíkur var komið á ný fórum við í IKEA og ég keypti ýmislegt smálegt fyrir skólann, klósettrúllustand og búsáhaldakróka. Því næst fórum við niður í bæ og keyptum peysur handa Jóa og mjög sniðuga gjöf handa Jolöndu í Mál og menningu. Í Skífunni keypti ég Morgunn/Kvöld, slökunardisk frá Friðriki Karlssyni. Ég mun héðan í frá ekki hafa fyrir því að fara í verslanir Skífunnar þegar mig vantar disk, því það er 10-20% ódýrara að panta úr netversluninni þeirra. Ég endaði því á því að borga 450 kr. meira fyrir diskinn en ég hefði gert ef ég hefði pantað hann heim, plús að ég hefði þá sloppið við að leita dauðaleit að stæði fyrir bílinn í miðbænum. Man þetta næst.
Að lokum komum við við heima til að sækja DVD-diskinn og skila honum á Laugarásvideo. Tímasetningin reyndist óaðfinnanleg því á sama tíma kom starfsmaður Íslandspósts með Amazon-sendingu til Jóa.

Það má því með sanni segja að það hafi verið hálfgerð litlu jól hjá okkur. Það var alla vega ofsalega gaman að taka upp úr innkaupapokunum og skoða gersemarnar :) Og ég neita algjörlega að fá samviskubit, það er ekki svo oft sem við dekrum svona við okkur!

Ég steingleymdi að blogga um eitt leiðindamál í gær. DVD-spilarinn okkar er aftur hættur að virka. Enda sögðu þeir hjá Radíónausti, sem björguðu okkur svo vingjarnlega í síðasta mánuði, að þeir hefðu aðeins náð að gera fix á tækinu en ekki laga það fullkomlega. Það lítur út fyrir að við verðum að fara að huga að annarri lausn ef við viljum geta horft á DVD-diskana okkar án þess að þurfa að tengja tölvu við sjónvarpið. En eitt er víst, að ég mun ekki framar líta á Samsung sem gæðastimpil þegar ég versla raftæki :(


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
25. október 2003 00:21:31
Á ég að trúa því að eftir að hafa ekið með DVD spilarann til Akureyrar í viðgerð og hælt Radíónausti í hástert fyrir góða þjónustu þá sé tækið aftur hætt að virka. Hvað segja Radíónaustmenn nú. þeir voru búnir að ábyrgjast tækið?
Þetta lagði mamma í belginn
25. október 2003 11:00:09
Jaaa...
Já, í rauninni ábyrgðust þeir ekki tækið - þeir gerðu bara við það af góðmennsku en vöruðu einmitt við því að þetta væri ekki fullkomin viðgerð. Ég held við verðum bara að bíta í súra eplið með þetta :(
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum