28. október 2003  #
Vetur og veglýsingar

Mér finnst mjög skrýtið að vera búin að kynnast manneskju sem er óheppnari en ég. Aumingja Helga mín...! :(

Það er kominn vetur. Um leið og við ókum yfir Miklubrautina í morgun ókum við inn á hálkusvæði og það var glerhált fyrir utan Hlíðaskóla. Aðeins síðar um morguninn tók svo að snjóa. Mikið vona ég að það snjói mikið í desember og þá sérstaklega á sjálfum jólunum. Ég þrái virkilega að fá hvít jól.

Ég var þó nokkuð áttavillt á táknmálsnámskeiðinu í dag. Við vorum að læra að lýsa staðháttum og ég náði aldrei því sem kennarinn sagði því hún stendur á móti okkur og við sjáum því alltaf spegilmynd sem við þurfum svo að breyta í kollinum á okkur. Og kollurinn á mér hefur aldrei verið góður í að rata eða átta sig á kortum eða öðrum leiðbeiningum sem eiga að vísa til vegar.

Mamma og Ingunn komu í heimsókn í dag og stoppuðu dágóða stund. Alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn :)

 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum