13. nóvember 2003  #
Víðförull eða undirförull?

Til hamingju með afmælið í gær, mamma :)

Tengdapabbi skrapp á Selfoss í gær og sótti sófa fyrir okkur Jóa. Víðförull sófi þrátt fyrir þyngd og ummál, var í Reykjavík hjá mömmu, í Mosfellsbæ hjá pabba, á Selfossi hjá Guðbjörgu og nú í Reykjavík hjá okkur. Ég skil ekki enn hvernig okkur tókst að koma gripnum alla leið upp á hanabjálkann okkar hérna í Betrabóli en eitt er víst, hann fær að fljúga út í krana eins og píanóið næst þegar við flytjum ;)

Það litu þrír kennaranemar inn í tíma til mín í dag. Nú standa yfir skólaheimsóknir kennaranema eins og við fórum í á fyrsta árinu okkar í Kennó. Mér fannst nokkuð skondið að fá kennaranema í heimsókn (þó það væri bara í eina kennslustund), mér finnst ég eiginlega vera kennaranemi ennþá að einhverju leyti... :)

Ég fór snemma heim úr skólanum í dag þar sem mér fannst ég vera orðin sárlasin. Vona að ég hafi ekki misst af gífurlega miklu á táknmálsnámskeiðinu, það er svo vont að missa úr þar sem það er ekki beinlínis hægt að sjá neinar glósur hjá hinum... Ég er svo bara búin að hvíla mig í kvöld svo ég þurfi ekki að vera heima á morgun, það fylgir sem betur fer ekki hiti með höfuðverknum, hálsbólgunni og flökurleikanum.

Við Jói kíktum á kattaslaginn á Skjá einum áðan. Konurnar sem hr. Firestone dömpaði létu heyra í sér. Við höfum reyndar ekkert horft á þættina, ég sá þáttinn þar sem hann heimsótti fjölskyldur fjögurra þeirra en meira hef ég ekki séð. Það var samt ansi áhugavert að heyra hvað konurnar sögðu hver um aðra. Mér finnst bráðfyndið hvað þær þykjast allar vera miklar vinkonur meðan þær langar mest til að rífa hárið hver af annarri. Kannski maður kíki á lokaþáttinn til að gá hverja hann tekur með sér heim á vínekruna? ;)


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
14. nóvember 2003 11:34:01
Sigurrós mín!
Sófinn hefur nú verið á fleiri stöðum því hann var í láni hjá Sigurmundi Páli frænda þínum og flutti með honum á milli þó nokkurra staða, m.a. til Selfoss og aftur í bæinn og síðan aftur austur þegar Guðbjörg tók hann.
Þetta lagði Mamma í belginn
14. nóvember 2003 16:05:13
Leggja orð í belg
Ég hef líka séð smá brot úr Baceloher.
Þetta lagði Harpa í belginn
15. nóvember 2003 10:19:02
Þú stendur þig vel!
Sæl frænka!
Þú stendur þig vel í því sem þú ert að gera. Farðu vel með þig! Er það annars ekki rétt hjá mér að "sjónvarpið" heimsótti þig og bekkinn þinn v/einstaks barns? Bestu kveðjur.
Þetta lagði Anna í belginn
15. nóvember 2003 12:41:05
Jú jú, það passar :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum