21. nóvember 2003  #

Röddin var komin í sæmilegt ástand í morgun svo ég dreif mig af stað í skólann. Ekki var ástandið þó alltof gott, því eftir því sem ég þurfti að beita röddinni meira, þeim mun slakari varð hún og í síðasta tímanum fékk ég svo svakalegt hóstakast að ég hélt ég myndi hósta upp báðum lungunum. Sem betur fer var ég nógu sniðug að fatta að hafa með mér nokkrar kassettur með ævintýrum svo ég slapp við að lesa upphátt fyrir krakkana í nestistímanum.

Við Jói höfðum það kósí í kvöld (þrátt fyrir að ég héldi áfram að hósta upp lungum) og horfðum á nokkra Enterprise-þætti. Ég fór að hugsa það hvað ég er farin að sakna Voyager og reyndar Deep Space Nine líka. Ég datt út í 4. seríu af Voyager og í 6. seríu af Deep Space Nine. Þetta náttúrulega gengur ekki, held ég verði endilega að fara að gera eitthvað í þessu máli! Maður getur ekki verið þekktur fyrir að klára ekki seríurnar!!!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum