11. desember 2003  #
Skýrsla síðustu viku

Kannski kominn tími á að ég setjist niður og gefi skýrslu.

Á laugardaginn slappaði ég af með fætur upp í loft. Við Stefa héldum loksins Prúðuleikaramaraþonið sem við ákváðum fyrir löngu. Við horfðum reyndar á mun færri myndir en við ætluðum okkur en skemmtum okkur bara þeim mun meira. Við byrjuðum á því að hita upp með tveimur gömlum Muppet Show þáttum þar sem Elton John og Julie Andrews voru heiðursgestir. Síðan tók við The Muppet Movie og að henni lokinni The Muppets Take Manhattan. Þegar þar var komið sögu þurfti Stefa að sækja Rúnar í vinnuna svo við ákváðum að taka okkur matarhlé (því við vorum orðnar svo svangar eftir allt nammi- og snakkátið hahahaha eða þannig sko...) og drógum kallana okkar með okkur á Kínahofið á Nýbýlaveginum. Fínn matur þar...eða ég held það, við Stefa vorum einhverra hluta vegna hálfsaddar eitthvað ;) hehe Eftir matinn sáum við að við kæmumst líklega ekki yfir allar myndirnar og völdum að ljúka maraþoninu á A Muppet Family Christmas sem er alveg jafnyndisleg og þegar við sáum hana síðast 10 ára gamlar. The Muppets´ Christmas Carol, sem er skylduáhorf fyrir öll jól, verður bara að bíða aðeins betri tíma.

Á sunnudeginum kom ég við í Áskirkju til að ná í ýmislegt sem mamma kom með í bæinn fyrir mig. Hún var stödd í Áskirkju á vígsluafmæli kirkjunnar. Því miður hafði ég ekki alveg tíma til að stoppa í glæsilega veislukaffinu og heilsa upp á liðið en ég ætla að mæta í sunnudagaskólaafmælið næsta sunnudag. Hlakka til að hitta alla :)
     Ég sótti síðan Jóa og við drifum okkur í bæinn því ég vildi sjá þegar kveikt yrði á jólatrénu á Austurvelli. Við þurftum að leggja lengst úti á Hafnarsvæði, það lá við að við hefðum þurft að leggja bílnum fyrir utan húsið okkar og labba....það virtust allir borgarbúar vera mættir til að sjá ljósadýrðina. Reyndar var ekki kveikt á trénu strax kl. 16:00 eins og auglýst hafði verið (veit ekki hvernig mér datt í hug að það yrði...) fyrst voru ræðuhöld og söngur og loks ca. korter yfir var kveikt á trénu.
     Dagskráin var þétt og nú drifum við okkur beint í Garðabæinn í afmæli Bjarka. Þar komumst við í svaka fínt fjölskylduboð og við Jói vorum látin prófa að halda á litla Arnars- og Ástusyni. Ég er ekki viss en ég held að honum Lofti frænda mínum finnist lífsklukkan mín eitthvað vera farin að tifa, alla vega gerði hann sitt besta til að ýja að því að við ættum nú að fara að koma svona kríli í heiminn.
     Um kvöldið birtist svo Sigrún til að losa okkur Jóa við annan hægindastólinn. Ég var viss um að við yrðum að hringja á greiðabíl en Sigrún stóð fast á því að stóllinn kæmist í Yarisinn. Og það stóðst. Inn komst hann og hinn stóllinn hefði jafnvel komist líka. Það komast sem sagt ansi margir fílar í fólksvagen...nei þ.e.a.s. í Toyotu :)

Núna í vikunni tók ég mig svo til og bakaði skinkuhorn. Tók allt kvöldið og ég hélt ég dytti niður dauð, ég var að verða svo þreytt, en þetta tókst með prýðum og við eigum nú ágætis forða til jólanna.

Í gær var síðasti leikfimitíminn fyrir jól. Við breyttum því út af venjunni og eftir eróbikkhlutann fórum við í brennó og gamla góða "inn og út um gluggann". Ég átti bágt með mig að fara ekki að hlæja í síðarnefnda leiknum, það er svolítið skondið að sjá stóran hóp af konum syngjandi í halarófu að leika sér í barnaleikjum. Ég var bara fegin að kallahópurinn sem er á undan okkur í salnum að spila fótbolta var farinn ;) hehe En það var gaman að rifja upp leikinn, nú þarf ég bara að muna hann til að geta kennt krökkunum í skólanum. Eftir tímann fórum við niður í kjallarann og belgdum okkur út af kræsingum sem við höfðum komið með. Þar var allt frá laufabrauði yfir í ekta víetnamskar pönnukökur keyptar á götumarkaði í Víetnam. Og nú er leikfimin í jólafríi fram til 12. janúar. Æ því miður...ehemm ;)

Í dag hófst leynivinavika í skólanum sem stendur yfir fram að jólamatnum næsta miðvikudag. Ég fékk ósköp fallegt kerti og kort sem klippt var saman úr dagblöðum eins og mannræningjakrafa. Þetta er virkilega skemmtilegt og allir eru svo spenntir að vita hver eigi að fá hvaða pakka og hvað sé í pökkunum.


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
12. desember 2003 01:34:49
Prúðuleikararnir rúla einfaldlega
Muppet Family Christmas er jólasiður hjá mér, einsog Christmas Carol. Síðan fæst núna í 2001 A Very Muppet Christmas sem er meðal annars útgáfa af It's a Wonderful Life.
Þetta lagði Óli Gneisti í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum