13. desember 2003  #
Ekki samkvæmt áætlun

Það var sannkölluð jólastemning í skólanum í gær. Kennararnir mættu allir í einhverju rauðu svo að kennarastofan leit helst út fyrir að vera samkomustaður jólaálfa. Hádegismaturinn var svo hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi og m.a.s. ísblóm í eftirrétt. Við Ásta stóðum við ruslafötuna í matsalnum og björguðum tómum ísblómsboxunum frá nemendum. Eitthvað hlýtur að vera hægt að föndra úr þessum skemmtilegu boxum :)

Um kvöldið hittumst D-bekkingar á Tapas til að halda smá jólahóf. Ég var ekki mikið svöng og fékk mér því kjúklingasalat sem var virkilega gott. Næst langar mig samt að prófa marineruðu lambalundirnar í lakkríssósunni, það hljómaði eins og eitthvað sem ég myndi fíla.
Eftir matinn fórum við heim til mín til að hafa það huggulegt áfram og fara í okkar árlega jólapakkaleik. Einnig fylgdumst við með rugluðu Idoli með órugluðu hljóði. Fyrsta sinn sem ég sé Idolið og ég verð að viðurkenna að það greip mig ekkert rosalega. En kannski þarf ég bara að horfa á það óruglað.
Mér fór reyndar að líða frekar illa fljótlega eftir að við komum heim og var að farast í maganum mestallt kvöldið. Um leið og síðustu gestirnir fóru byrjaði síðan skemmtileg ælupest sem stóð yfir alla nóttina. Úff hvað það var lítið skemmtilegt. Deginum í dag hef ég síðan eytt hreyfingarlaus með hita uppi í sófa að horfa á video enda fátt annað í stöðunni þegar maður hefur ekki orku til að hreyfa sig.

Eins og Jói minntist á í færslu sinni í dag, þá urðu veikindi mín til þess að við misstum af því skírninni hans Snúra, sem hefur nú hlotið nafnið Ísar Logi Arnarson. Virkilega fúlt að missa af því. Ég sé heldur ekki fram á að fara í sunnudagaskólaafmælið sem ég minntist á um daginn, held ég reyni frekar að sofa út og vinna upp svefntap síðustu nætur.

Ég held að ég sé á þessari önn búin að fara í gegnum sama ferli og litlu börnin sem eru að byrja á leikskóla eða hjá dagmömmu í fyrsta sinn og taka upp allar pestir sem eru að ganga. Já, það er áhættusamt starf að vera kennari! ;)


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
14. desember 2003 10:52:37
Æ, nældir þú þér í ælupest. Þú varst orðin ansi slöpp þegar ég og Guðrún Brynja drifum okkur loksins!
Þetta lagði Sigrún í belginn
16. desember 2003 22:57:47
Skilmisingur !
Sæl frænka !
Tja ! Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Nú er það komið útum allt og meira að segja til Búðardals, að litli labbakútur Ástu og Arnars sé búinn að fá nafn og heiti því virðulega nafni Ísar Logi. Það er reyndar auðvelt að leggja saman tvo við tvo og fá út þrjá, því pabbi hennar Ástu heitir reyndar Logi og drengurinn er sonur Arnars, en þarna er greinilega um annan ungan mann að ræða og því eru allar sögusagnir um að sonarsonur minn hafi verið skírður, stórlega ýktar, enda má fastlega gera ráð fyrir að hann verði látinn heita í höfuðið á mér, því hann er alveg einsog ég um höfuðið; með mikið svart hár !
En þetta er nú allt í góðu og kær kveðja ! Loftur frændi.

Þetta lagði loftur í belginn
19. desember 2003 01:16:54
Skilmysingur leiðréttur
Sigurrós hefur nú leiðrétt þetta fyrir þá sem skilmisdu
Þetta lagði Jói í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum