27. desember 2003  #
Frá jólum til nýárs... næstum því!

Aðfangadagskvöld:
Jólin komu klukkan sex á aðfangadagskvöld eins og venjan er og að þessu sinni vorum við Jói stödd í Hraunbænum hjá tengdamömmu. Þetta voru hugguleg og fín jól, og ekki skemmdi fyrir að þau voru m.a.s. hvít! Svona að einhverju leyti :) Ættingjar okkar spilltu okkur með gjafaflóði eins og vanalega og ég hef nóg að lesa, bækurnar ættu að endast mér fram yfir áramótin.

Jóladagur:
Á jóladag sváfum við út og tókum því rólega áður en við hlóðum í bílinn og héldum austur fyrir fjall. Um leið og við gengum inn úr dyrunum hjá mömmu og Selfossi uppgötvuðum við að sparifötin hans Jóa héngu enn heima í skáp. Sem betur fer gat Haukur lánað honum skyrtu til að hann yrði örlítið fínn. Verst að það var ekkert hægt að gera til að skipta út íþróttabuxunum... ;)
Um kvöldið fórum við tvisvar í gegnum Landnemaspilið Catan og eins og Jói segir í sínu bloggi þá þurfum við tvö að fara að æfa okkur betur því það gekk öllum betur en okkur! Við verðum alla vega að herða okkur áður en Jolanda og Jeroen koma í sumar, er hrædd um að þau séu í miklu betri æfingu en við í Catan.

Annar í jólum:
Held ég þori varla að ljóstra því upp að ég kláraði fyrstu jólabókina mína ekki fyrr en á öðrum í jólum! Algjör skandall!
Áður en við fórum í bæinn var fjölskyldukaffi hjá mömmu og hittum við þá ættingjana úr hinum enda raðhússins. Edda, Jón Ingi, Simmi og Sigrún komu yfir og fengu sér kræsingar með okkur.
Heima í Betrabóli tók ég til við að horfa á ýmsa þætti sem ég tók upp úr sjónvarpinu síðustu vikuna fyrir jól og horfði einnig á Sleepless in Seattle sem mamma gaf mér á DVD. Meðan á glápinu stóð æfði ég mig að teikna eftir teiknikennslubókunum sem Jói gaf mér. Komst að því að ég get bara vel teiknað :)

27. desember:
Teiknimaraþonið hélt áfram í dag. Fyrst fór ég í leiðangur og keypti mér betri teikniblýanta, penna og tréliti. Síðan fór ég í Kringluna þar sem ég fékk voða sæt náttföt. Síðar náttbuxur eins og mig vantar en því miður stuttar ermar á bolnum. Ég þarf nefnilega að fara að sofa í hlýrri náttfötum þar sem ég er haldin þeim leiða ávana að sparka af mér sænginni og vakna svo kvefuð. Er verri en litlu börnin...
Rúmlega níu um kvöldið sleit ég mig frá teikniblokkinni til að hafa mig til fyrir jóladjamm hjá Höllu og Jesús. Skemmti mér frábærlega og frábært að allir Klúbbmeðlimir gátu komið :)

28. desember:
Gerði lítið annað en að lesa í gær og var komin með þó nokkra vöðvabólgu í axlirnar þegar ég kláraði bókina og fór að sofa kl. rúmlega þrjú í nótt.
Tók reyndar hlé frá lestri þegar við Jói fórum í bíó að sjá Love Actually. Yndisleg yndisleg mynd. Kannski af því að hún er bresk. Kannski af því ég elska ástarsögur. Kannski af því að maður er alltaf svo meyr á jólunum. Eða kannski bara af því að þetta er í raun og veru yndisleg og frábær mynd :)

29. desember:
Í dag vaknaði ég á hádegi og sá ekki út um gluggann fyrir snjó. Held ég hafi það bara huggulegt heima í hlýjunni í dag :)

Nýjar myndir í albúminu:
http://www.sigurros.betra.is/myndir/muppets03
http://www.sigurros.betra.is/myndir/jolaausturvollur03
http://www.sigurros.betra.is/myndir/smakokur03
http://www.sigurros.betra.is/myndir/jol03
http://www.sigurros.betra.is/myndir/joladjamm03


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum