15. febrúar 2003  #
Valentínusarpartý :)

Okkur Jóa var boðið í Valentínusarpartý til Bjarna og Unnar í gær og létum við að sjálfsögðu sjá okkur þar. Soldið skrýtið að vera boðið í partý til fólks sem maður þekkir ekki og hefur aldrei hitt, tengslin aðeins í gegnum bloggið. Í boði voru bandarískar sykurpillur með skilaboðum og væmnu bragði. Nokkris gestir kvöldsins veltu því til gamans fyrir sér hvort óhætt væri að gæða sér á namminu, hvort þetta væri kannski vatnslitaðar LSD-pillur og sumir gestir lentu m.a.s. í smávegis vandræðum út af þessu sælgæti síðar um kvöldið...  ;)Alltaf jafnskemmtilegt að fara í svona þemapartý, þau voru búin að skreyta íbúðina hátt og lágt með bleikum strimlum, sellófani, klippihjörtum, hjartablöðrum o.fl. svo að þetta var alvöru væmin Valentínusarstemning :) Veit ekki hvort þau máluðu stofuveggina rauða svona í tilefni dagsins eða hvort þeir voru rauðir fyrir...
En sem sagt, Bjarni og Unnur, takk fyrir okkur :)

Í dag tókum við Jói svo að okkur hlutverk gestgjafans og fengum vinafólk Jóa í heimsókn. Boðið var upp á heitt rúllubrauð með skinku-aspas-sveppa-jafningi, brownie´s súkkulaðiköku úr Bónusmixi sem reyndar varð of þurr :( og eitthvað smálegt með. Svefnherberginu var snarlega breytt í leikherbergi þar sem yngri gestirnir fengu að leika með strumpa, kubba o.fl. meðan hinir eldri undu sér við umræður í stofunni. Í alla staði vel heppnað...nema súkkulaðikakan...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum