21. febrúar 2003  #
Árshátíðin

Hef eytt mestöllum deginum í eintóma leti við að horfa á yndislega unglingagelgjurómantík, borða snakk og drekka kók. Enda of mygluð og þreytt til að gera nokkuð annað. En gærkvöldið var nú líka það frábært að það er vel á sig leggjandi að eyða deginum í dag í þynnku :)

Árshátíðin verður lengi í minnum höfð. Alla vega hjá mér :) Skemmtiatriðið okkar tókst með miklum prýðum, alla vega virtust áhorfendur þokkalega sáttir og við skemmtum okkur konunglega. Maturinn var góður, bæði sjávarforréttirnir sem þóttust vera salat og blóðmergsmaríneraði lambavöðvinn. Ég fékk reyndar engan pina colada ís, því hann var borinn fram meðan skemmtiatriðið okkar stóð yfir og ég var of mikill sauður til að láta koma með hann til mín eftir atriðið. Hljómsveitin, Í svörtum fötum sem spilaði fyrir dansi stóð sig að mínu mati mjög vel og það var aðeins þreyta sem fékk mann til að yfirgefa sviðið öðru hvoru og taka sér smá pásur. Sem betur fer gat ég nú dansað þrátt fyrir að það hafi verið stappað á tánum á hægri fæti mínum...

Stuttu áður en atriðið okkar hófst tókst samnemendum mínum þó að koma mér gjörsamlega í opna skjöldu. Ég fór með stelpunum niður í búningsklefa til að skipta um föt fyrir skemmtiatriðið en var skipað að fara upp aftur og bíða við sviðið. Ég skildi ekki neitt í neinu og stakk af þaðan til að fara í minn búning. Mér var svo hent aftur upp og beið svo við sviðið, án þess að skilja neitt í neinu, þar til ég heyrði nafnið mitt nefnt í míkrófóninn. Var þá ekki bara verið að veita mér verðlaun fyrir að hafa deilt glósunum mínum með skólanum. Dagný í smíðavalinu hafði búið til rosalega fallega koparristu handa mér. Held ég hafi sjaldan orðið jafnhissa. Ég er auðvitað ákaflega stolt og ánægð og þakka hér með enn og aftur kærlega fyrir mig :) :) :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum