28. febrúar 2003  #
Þvottasnúrur og þroskablóm

Þvottadagurinn frá því í gær framlengdist yfir á daginn í dag, enda þurfti ég að setja átta sinnum í vélina og sólarhringurinn er aðeins 24 tímar. Ástæðan fyrir þvottaflóðinu eru miklar annir í síðustu viku þannig að lítið sem ekkert hafði verið þvegið í u.þ.b. tvær vikur. Það lá við að við værum farin að grafa upp fermingarfötin til að finna eitthvað til að vera í...! 

Til að koma mér á almennilegt skrið í lokaverkefninu sá ég að ég yrði að taka til í vinnuaðstöðunni. Ég náði því í elsku Cats-diskinn minn, stillti á hæsta, gólaði með og þóttist vera besta söngkona í heimi meðan ég gróf skrifborðið mitt upp úr drasli síðustu vikna. Ég verð alltaf jafnundrandi yfir því hvað borðið er stórt og rúmgott þegar ég er nýbúin að taka til á því...must be magic!

Tiltektin virkaði ágætlega, ég eyddi nokkrum klukkutímum í lífsleiknivinnuna mína og setti niður tæpa blaðsíðu :) Alls ekki slæmt.

Kannski maður noti aðferðina hennar Unnar og smelli bara atvinnuumsókn hérna á bloggið ;) Ég er einmitt í tvöfaldri atvinnuleit þessa stundina, er annars vegar á höttunum eftir sumarstarfi og hins vegar vantar mig kennslustöðu í vetur. Er reyndar mun bjartsýnni á hið síðarnefnda...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum