5. febrúar 2003  #
Guðni frændi og ég ;)

Við lifðum daginn af og leikþátturinn var að ég held bara stórfínn þrátt fyrir að ég hafi reynt mitt besta til að klúðra málum með því að skipta of fljótt um hlutverk. Vonandi var það ekki alltof áberandi...ehemm... Gott að vera búinn að skila þessu af sér, næsta miðvikudag getum við svo bara hallað okkur aftur á bak og slappað af meðan síðustu fjórir hóparnir engjast hehehe

Ég er alveg húkkuð á Testify, M People safndiskinum mínum. Var einmitt með hann í gangi áðan meðan ég var að vaska upp. Tónlistin þeirra er alveg frábær til að koma mann í gott skap, mæli hiklaust með þessum safndiski.

Í kvöld dundaði ég mér smávegis við nýjasta uppáhaldsáhugamál Íslendinga, þ.e.a.s. að fletta upp öllum sem mér dettur í hug í Íslendingabók og gá hversu mikið þeir eru skyldir mér. Sá að af vinkonum mínum er það Helga Sigrún sem er einna næst mér í skyldleika þó það sé nú ekki það mikið að hægt sé að kalla okkur frænkur ;) þó það væri nú reyndar ekki amalegt að eiga svona fína frænku :)
Ekki gat ég fundið neinn frægan Íslending í mínum nánustu ættröðum til að tengja mig við, fyrir utan Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem á sama langafa og pabbi. En það vissi ég reyndar fyrir... Geri ráð fyrir að furðulegheit mín séu þá ef til vill komin úr þeim hluta ættarinnar hahaha


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum