11. mars 2003  #
Kennarar í raunveruleikanum og á skjánum

Fór í ákaflega takmarkað skemmtilegan tíma í morgun. Get ekki sagt að ég hafi lært mjög mikið og ekki fengum við að vera neitt sérstaklega virkar. Fór síðan í annan mun skemmtilegri tíma þar sem virknin var margfalt meiri. Fyndið samt hvað maður kvartar undan því að fá ekki að vera virkur í þeim tímum sem maður er látinn sitja á rassinum, þegja og hlusta og síðan kvartar maður yfir að fá ekki að slappa pínu af í tímunum þar sem þarf virkilega að taka þátt. Kannski bara ekki hægt að gera okkur til hæfis...? ;)

Það er eins gott að ég er í einhvers konar leikfimi, annars myndi ég örugglega hafa þvílíkt samviskubit yfir því að borða ostaköku nokkrum sinnum á dag í nokkra daga. Kannski ég prófi að helminga uppskriftina næst eða skipta í tvö form og reyna að koma öðru í agnarsmáa frystinn minn. Þetta gæti nefnilega orðið leiðigjarnt í öll mál.

Kannski ég ætti að nefna þessa hugmynd á atvinnuumsóknunum mínum fyrir sumarið :p

 Nú er ég farin að horfa á Boston Public á þriðjudagskvöldum í stað Judging Amy. Ég horfði reyndar lítið á síðustu seríu af BP svo ég er ekki nógu vel inni í málum en það er nú fljótt að koma. Þ.e.a.s. ef það fara að koma einhverjir nýir þættir og einhvers konar framhald. Í síðustu viku var sýndur lokaþátturinn í síðustu seríu og þátturinn í kvöld enn eldri. En það gerði ekkert til - ég hafði hvorugan séð ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum