22. mars 2003  #
Límingin

Þrælaði UHU-límstiftinu út í dag við að líma inn í ferlimöppuna. Ætla að reyna að klára hana sem fyrst og fara að einbeita mér að lokaritgerðinni sem ég hef ekki haft tíma til að kíkja á í lengri tíma.

Nú er hins vegar bráðum kominn tími til að skrúbba burt límið og gera heiðarlega tilraun til að reyna að vera sæt og fín því ég er að fara í afmælispartý til Báru.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Föstudagurinn furðulegi í gær

Ég var svo þreytt eftir bíómyndina í gærkvöldi að ég bara steingleymdi að blogga áður en ég fór að sofa. Ekki er ég nú helsti aðdáandi kung fu bardagalistarinnar eða fótbolta en ég er samt alveg sammála Jóa varðandi matið á Shaolin Soccer, þetta var stórskemmtileg mynd sem virkilega gaman var að horfa á.

Ragna var með sýnikennslu í gær í að setja saman ferlimöppur fyrir samfélagsfræði og listir. Flott að komast í svona föndurtíma hjá Rögnu ráðagóðu ;)

Kvöldmaturinn í Betrabóli var ekki í lakari kantinum í gær. Ég keypti appelsínulamb í bakka, bjó til dýrindis sósu með smjörsteiktum sveppum og eldaði kartöflur með. Alveg einstaklega ljúffengt :)

Í dag heldur furðuveðrið frá því í gær síðan áfram. Undarlegt að veðurguðirnir geti ekki ákveðið sig hvort þeir vilji hafa glampandi sólskin og logn, grenjandi rigningu og rok eða öskrandi haglél. Haglélið er reyndar svolítið skemmtilegt þegar maður býr í risi því hávaðinn magnast um helming og maður kemst í mjög spes stemningu. Nema þegar haglélið kemur kl. hálfsjö á morgnana eins og í gærmorgun, þá er ekki eins gaman.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum