23. mars 2003  #
Þær eiga afmæli í mars, þær eiga afmæli í mars

Jæja, þá er afmælishelgin mikla næstum afstaðin. Í gærkvöldi hélt Bára upp á afmælið sitt. Hún var með dýrindis lasagne sem hefði dugað handa heilli herdeild. Ég borðaði svo mikið að ég gat varla staðið aftur upp frá matarborðinu. Þetta var mjög fínt kvöld.

Í dag fórum við Jói síðan á Selfoss þar sem Guðbjörg hélt tvöfalt afmæli, en hún átti afmæli síðasta fimmtudag og Karlotta dóttir hennar varð 6 ára daginn áður. Flestir ættingjarnir mættu á svæðið í dag og mér þótti virkilega vænt um að hitta alla, það er alltof sjaldan sem maður hittir fólkið sitt. Ég hélt átinu áfram í dag og borðaði heilmikið af öllum girnilegu veitingunum sem í boði voru.

Held það sé kannski kominn tími fyrir átak eftir helgina :) Verð hörkudugleg í leikfiminni á morgun!!!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum