27. mars 2003  #
Barnfóstrustörf og átklúbbur

Tók að mér hlutverk barnfóstru um miðjan daginn í dag. Passaði Daníel Thor fyrir Imbu meðan hún var í jarðarför. Var að spá í að grafa upp gamla barnfóstruskírtenið sem ég fékk eftir barnfóstrunámskeið hjá Rauða Krossinum þegar ég var í kringum 12 ára (minnir mig), svona til að hafa með mér sem meðmæli ;) Þetta gekk að sjálfsögðu vel þar sem barnið svaf eins og engill nánast allan tímann.

Í kvöld var síðan átklúbbur mikill hjá Lindu, við vorum 8 í klúbbnum og 5 okkar komu með veitingar. Held að skipulagið hjá okkur sé eitthvað farið að dvína, þetta voru náttúrulega alltof miklar veitingar og þurfti ég að fara með mestmegnið af ostakökunni aftur heim. Það er náttúrulega ekki nógu gott, því þá endar það með því að við Jói klárum hana alla... Kannski við getum boðið einhverjum í heimsókn á næstu dögum ... einhver sem býður sig fram?


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum