9. mars 2003  #
Göngutúr, "góðir hlutir" og góðgæti

Fékk mér heilsubótargöngutúr í góða veðrinu í dag til að skila videospólunum og versla í kvöldmatinn. Gott að koma út í ferska loftið eftir að sitja í marga klukkutíma við tölvuna.

Ég sé eiginlega eftir því að hafa ekki horft á formúluna í þetta skiptið. Er ekki vön að fylgjast mikið með henni því ég er löngu komin með upp í kok af að horfa á Michael Schumacher vinna hverja einustu keppni og svo er Hakkinen bara hættur :( En núna voru "mínir menn" að "gera góða hluti" eins og íþróttafréttamennirnir tönnlast á í sífellu... Coulthard í fyrsta sæti og Räikkönen í því þriðja... og Ferrari-klíkan komst ekki einu sinni á verðlaunapall! Hí á þá :) Kominn tími til að sjá MacLaren vinna eitthvað! Kannski maður fari nú bara að fylgjast aftur með...

Það fór fram smá tilraunastarfsemi í eldhúsinu mínu í kvöld. Ég lét loksins verða af því að reyna að búa til ostakökuna hennar mömmu. Núna bíður hún sallaróleg í ísskápnum (þ.e.a.s. ostakakan... ekki mamma ;)...) og ég er mjög spennt að sjá hvort þetta heppnast. Jói verður að dæma um það, hann er sko aðalostakökusælkærinn :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum