16. apríl 2003  #
Ágætis dagur í dag

Samdi ágrip, inngang, samantekt og lokaorð fyrir lokaritgerðina mína í dag. Efast um að þetta sé samt fullklárað. Ég átta mig ekki á hvað nákvæmlega þarf að koma fram í þessum fjórum ofangreindu köflum svo ég ætla ekki að treysta á að ég sé búin fyrr en þetta kemur aftur frá Gunnhildi.

Spjallaði við Elísabet á MSN í dag og komst að því að hún kemur til landsins snemma í maí :) Það er frábært, ég hélt hún kæmi ekki fyrr en í byrjun júní. Það verður gaman að hitta hana aftur.

Eins og Jói nefnir í sínu bloggi þá hittum við nýju nágrannana okkar í dag. Þetta virðist hið almennilegasta fólk :)

Jói fékk frí frá lokaverkefninu í kvöld og við holuðum okkur niður fyrir framan sjónvarpið og horfðum á Bor lei jun öðru nafni Gorgeous með Jackie Chan. Mjög fyndin og skemmtileg ástar-spennu-gamanmynd. Reyndar á kínversku og með enskum texta en ekkert verri fyrir því :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum