30. apríl 2003  #
Sumar, sumar, sumar og sól...nei ég meina snjór! ;)

Jæja, þá erum við Jói bæði komin með sumarvinnu. Maður getur því farið að anda léttar og minnkað peningaáhyggjur. Ég held ég hafi meira að segja efni á að fara í einhverjar búðir í London í næstu viku. Já, ég er ekki enn búin að ná því að ég sé á leiðinni til London með stelpunum, held ég nái því ekki fyrr en við verðum sestar inn í vél og búnar að koma okkur þægilega fyrir. Mmmmm :)

Lokaritgerðin mín er nú alveg tilbúin en hún liggur útprentuð og gormuð í 3 eintökum á skrifborðinu mínu. Ég ætla að hitta Hildu og Helgu uppi í skóla á föstudaginn og við ætlum saman upp á skrifstofu að skila. Hefði getað farið með hana í dag en okkur fannst einhver svona stemning í að skila á föstudaginn. Kannski við skellum okkur í jólakjólana og setjum slaufur í hárið ;) hehe

Þannig að ég er eiginlega bara búin með Kennó... þó útskriftin sé reyndar ekki fyrr en 14. júní. Ég bjóst við að finna fyrir einhverri svona afstressistilfinningu og létti en finn ósköp lítinn mun. Fatta þetta vonandi síðar. Kannski þegar alvöru sumarið kemur og það hættir að snjóa... En sem sagt, engin meiri heimavinna (fyrr en í haust ;)) svo ég ætti að geta snúið mér að því að skrifa skáldsöguna sem ég er búin að ganga með í maganum frá því síðasta sumar (soldið löng meðganga hehe).


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Nú kemur snjórinn, þegar ég vil fá sól! :(
Ég legg til að við færum sumardaginn fyrsta. Þá er ég ekki að tala um að færa hann þangað til sumarið í raun og veru byrjar, þ.e.a.s. einhvern tímann í byrjun júní. Nei, ég vil að sumardagurinn fyrsti sé haldinn stuttu fyrir jól. Þá væri kannski einhver von til að fá jólasnjó á jólunum, það virðist nefnilega yfirleitt snjóa rétt eftir sumardaginn fyrsta... eins og núna!

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum