15. maí 2003  #
Nebbakvef og gjafir

Var ekki sú allra hressasta í dag :( Nældi mér greinilega í kvef í lok London-ferðarinnar og gat aðeins notað aðra nösina í dag auk þess sem ég var með þrýstingshausverk, þreytt og slöpp. Frekar fúlt. En svona er lífið. Verð bara dugleg að hella í mig sólhatts/c-vítamíndrykk. Er að vona að samstarfsfólk mitt á spítalanum setji mig ekki í HABL-einangrun... ;)

Helga Sigrún og Hilda komu mér á óvart í dag og gáfu mér yndislega mynd með engli til að þakka mér fyrir myndskreytinguna á lokaverkefninu þeirra. Eva (mamma Stefu) kom svo við seinna um kvöldið og gaf mér körfu með camembert, rjómaosti, kexi, mangótei og tesíu til að þakka mér fyrir glósur. Mér leið bara eins og ég ætti afmæli :)

Ég sótti London-myndirnar mínar í framköllun í dag og sem betur fer heppnaðist myndin af okkur Brian May mjög vel :) Er ekki búin að skanna fleiri myndir inn (þessi gekk auðvitað fyrir hehe) þar sem kvöldið fór að mestu leyti í langan húsfund hér á Flókagötunni. Engar áhyggjur, ekkert alvarlegt á seyði, bara þessi árlegi fundur ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum