17. júní 2003  #
Sautjándi júní í Hogwarts

Það er langt síðan áhugi minn á skrúðgöngum minnkaði svo ég lét öðrum eftir að þramma í rigningunni niður Laugaveginn meðan ég kúrði með Harry Potter nr. 4 uppi í sófa. Ætla að endurlesa hana áður en nr. 5 kemur eftir helgi (vonandi svo fljótt!). Það var því fátt sem minnti mig á að það væri hátíðisdagur í dag. Þegar ég henti öllu fína svínakjötinu af diskinum mínum þar sem kryddlögurinn á því gerði það óætt og borðaði í staðinn kex í kvöldmatnum flugu síðustu dreggjarnar af hátíðleika út í veður og vind. Ég sökkti mér bara dýpra ofan í Harry Potter enda er fjórða bókin nógu spennandi til að fá mann til að gleyma (mest)öllu hungri.

Já, það er víst betra að bíða bara róleg eftir löglegri útgáfu af Harry Potter nr. 5 svo maður lendi nú ekki í þessu ;) hehe

Rakst á heimasíðu bókanna sem Jói gaf mér en þar er að finna mjög góðan "skref-fyrir-skref"-leiðarvísi um hvernig best sé að teikna augu, andlit, hár, föt o.fl. í manga-stíl. Kíki nánar á þetta vopnuð teikniblokk, blýanti og strokleðri við fyrsta tækifæri.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum