30. júní 2003  #
Orðabelgurinn

Glöggir lesendur hafa eflaust rekið augun í orðabelginn sem litið hefur dagsins ljós fyrir neðan allar mínar færslur. Jú jú, mikið rétt, þarna fáið þið tækifæri til að segja skoðun ykkar á því sem ég hef skrifað og getið lagt orð í belg :) Ég hlakka til að heyra hvað þið hafið að segja auk þess sem ég bind vonir við að fá betri yfirsýn yfir hverjir eru í raun og veru að fylgjast með Naflaskoðuninni minni.

Að sjálfsögðu hef ég Jóa, riddara bjargvætti, að þakka fyrir þessa viðbót :) Takk elsku Jói :D

Skemmtilegt að þetta kommentakerfi fer í gang nú um leið og ég rita mína 350. færslu.


Leggja orð í belg
7 hafa lagt orð í belg
30. júní 2003 22:34:25
Sko til!
Bara komin með kommentakerfi líka! :p
Þetta lagði Jói í belginn
30. júní 2003 23:54:31
Til hamingju
Til hamingju með orðabelginn. Ég ætla nú ekki að gera þér það að kommentera á allt sem þú segir en eitt máttu vita að ég les bloggið þitt á hverju kvöldi og fer ekki að sofa fyrr en ég er búin að gá hvort það sé komið inn. Það má kannski kalla þetta persónunjósnir en svona eru nú mömmurnar :)
Þetta lagði Ragna í belginn
1. júlí 2003 09:44:56
Það var mikið! ;-)
Hæ, hæ! Ég verð bara að segja til hamingju með orðabelginn! Það er mjög gaman að lesa bloggið þitt og ég fann það út um helgina að það er nú ekki svo langt á milli okkar! Í leiðinni vil ég svo votta þér samúð mína vegna fráfalls móðursystur þinnar, hef verið á leiðinni að skrifa þér en ekki fundið góðan tíma. Bestu kveðjur, þín frænka,
Anna
Þetta lagði Anna S. Hjaltadóttir í belginn
1. júlí 2003 10:36:05
Gaman að sjá að þú ert komin með svona kommentakerfi. Ég kíki alltaf á bloggið þitt og hef gaman af.
Þetta lagði Sunna í belginn
1. júlí 2003 15:11:03
Frábært nafn sem þú hefur valið þessu fyrirbæri. Orðabelgurinn. Þú færð prik. ;-)
Þetta lagði Binni beygla í belginn
1. júlí 2003 18:16:36
Ég ætla nú ekki að taka allan heiðurinn af orðabelgnum, þetta er að mestu leyti Jóa hugmynd :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
1. júlí 2003 18:30:22
Geggjað
Ekkert smá flott að geta lagt orð í belg við dagbókinni þinni. Þú ert snillingur :)
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum