9. júní 2003  #
Fín helgi :)

Erum komin heim úr sveitasælunni eftir ánægjulega helgi sem var nokkurn veginn á þessa leið:

Föstudagur (Jóa blogg)
Við komum í Sælukot um áttaleytið og settum allt í gang. Nema hvað það fór ekki allt í gang. Dælan virkaði ekki og við fundum fyrir heiftarlegu déja-vu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún virkar ekki. Mamma og Haukur kíktu til okkar til að tékka á dælunni en ekkert virkaði.

Laugardagur (Jóa blogg)
Vöknuðum tiltölulega snemma og kúrðum með góðar bækur, Jói í sófanum og ég í hengirúminu dýrlega. Fljótlega upp úr hádegi var hungrið farið að segja til sín og við fórum á Hellu og fengum okkur hádegisverð. Ákváðum að geyma sundið, enda ekkert spes veður.
   Við náðum að vera komin aftur í Sælukot um kaffileytið til að taka á móti Ömmu og Inga sem voru komin okkur til bjargar með aukadæluna. En það kom ekki til þess að skipta þyrfti um dælu, Ingi og Jói fundu lofttappa í gömlu dælunni og kipptu henni í lag.
   Lesturinn hélt áfram. Ég var m.a.s. svo sniðug að taka með mér bók út að grilli meðan ég vaktaði kjötsneiðarnar og skemmti mér því konunglega yfir annars langdregnu verkefni. Reyndar fannst mér merkilegast að meðan ég sat þarna byrjaði að hellirigna en þar sem ég var svo vel staðsett í skjólinu af Bossó þá kom ekki dropi á mig né á bókina.

Sunnudagur (Jóa blogg)
Við tókum með okkur drjúgar birgðir af bókum svo við höfðum enn nóg að lesa og dunduðum okkur við það mestallan daginn nema meðan við fórum á Hellu í hádegisverð. Já, svo fór ég reyndar út að hlusta á fuglana og sat á pallinum og horfði yfir lækinn. Reyndi að senda nokkrar sápukúlur yfir túnið en annað hvort var sápuvatnið of veikt eða vindurinn of sterkur, ég náði ekki að blása nema fáar og þær þutu svo hratt af stað með vindinum að þær sprungu strax á næstu plöntu eða á bústaðnum sjálfum.
   Sunnudagsgrillið heppnaðist ekki jafnvel og kvöldið áður, þ.e.a.s. sjálf grillathöfnin var svo sem í lagi, það var bara kjötið sem var vont. Held ég kaupi ekki aftur þessa tegund af þurr/léttkrydduðum lambasneiðum.
   Örn og Regína óku í hlað um kl. ellefu vopnuð jarðarberjum og Trivial Pursuit. Jói rúllaði Trivialinu nú eiginlega bara upp í fyrstu umferð með því að ná sér í 4 kökur og varð síðan ótvíræður sigurvegari spilsins u.þ.b. hálftíma síðar. Ég var mjög sátt. Það er gaman að eiga svona kláran mann og svo dró það athyglina frá því hvað ég er léleg í svona spurningaspilum hehe
   Við spiluðum einnig Kana sem mér finnst óumræðilega skemmtilegra heldur en Trivial. Ég tapaði reyndar allsvakalega en það býttar ekki, ég skemmti mér mjög vel.

Mánudagur (Jóa blogg)
Rólegur morgun. Lásum smávegis (kemur á óvart ;) hehe), kvöddum Örn og Regínu sem voru að fara á ættarmótsgrill og tókum síðan bústaðinn í gegn áður en við fórum heim.
   Komum við á Selfossi hjá mömmu og fengum veitingar í kaffitímanum og komum okkur svo heim áður en umferðin varð alltof mikil.

Fín helgi, ég er alla vega mjög sátt :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum