18. júlí 2003  #
Allt klárt!

Tengdapabbi leit við í kvöld til að hjálpa okkur að yfirfara hvort nýi gaskúturinn væri rétt festur við grillið. Betra að hafa það allt á hreinu áður en grillveislan hefst annað kvöld ;)
Hann kom ekki einungis með hjálparhendi heldur einnig færandi hendi og gaf mér nýja rútubíladiskinn þeirra KK og Magnúsar Eiríkssonar. Ég er auðvitað himinlifandi því mig langaði ofsalega í þennan disk :) Ég held ég byrji bara að telja niður dagana fram að hinu árlega Fjölskyldumóti Sælukots um verslunarmannahelgina, örugglega frábært að hlusta á svona ferðalagadisk á ferðalagi.

Nú ætla ég að drífa mig undir nýju sængina góðu (og halda áfram að óska þess að það sé frost úti svo hún verði enn meira kósí og þægileg) og fá góðan nætursvefn. Ég á það alveg skilið, er búin að vera svo dugleg að brjóta saman þvott, þvo þvott, taka til og gera fínt :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
20. júlí 2003 00:07:43
Sumargeisladiskurinn
Til hamingju með geisladisk sumarsins! Frábært að það komi ekki bara út tónlist fyrir jólin! Þeir hafa sett hraðamet í sölu alltaf uppseldur og ófáanlegur svo að hann hlýtur að vera skemmtilegur enda alvöru tónlistarmenn á ferð! Góða skemmtun :o)
Þetta lagði Steinunn í belginn


Laugarásvideo rúlar!
Góðvinir mínir á hinni mögnuðu videoleigu Laugarásvideo fengu ágætis umfjöllun í Mogganum í dag. Það voru sko engar ýkjur í þessari grein, þetta eru náttúrulega algjörir snillingar með snilldarvideoleigu. Ég var fastakúnni hjá þeim frá því eldnsnemma á mínum grunnskólaárum en hef lítið farið eftir að ég flutti af Kambsveginum :( ekki af því mér finnist of langt að fara heldur aðallega af því ég tek svo sjaldan video núorðið. Ég verð samt endilega að kíkja bráðum til þeirra aftur, ég held barasta að ég sé farin að sakna þeirra!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum