25. júlí 2003  #
Myndaflóðbylgja væntanleg

Eins og Jói nefndi í gær erum við búin að eignast stafræna myndavél :) Hlakka mikið til að tekið myndir af því sem mér sýnist og þurfa ekki alltaf að hafa áhyggjur af framköllunarveseni. Fór einmitt með filmu í framköllun, þar voru m.a. myndir af Unnsteini í röðinni fyrir utan Mál og menningu að bíða eftir Harry Potter og myndir frá síðasta laugardegi þegar Anna og Stefa komu ásamt sínum mönnum í grillveislu.

Eins og sjá má á laugardagsmyndunum þá er ég víst orðin stuttklippt á ný. Fór reyndar í klippinguna fyrir viku en vildi koma mömmu og Guðbjörgu á óvart svo það var ekkert bloggað um hið horfna hár. Ææ, þetta er nú svo sem ósköp þægilegt svona stutt ;)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
26. júlí 2003 19:17:27
Klippingin frábær.
Til hamingju Sigurrós mín með klippinguna. Mér finnst þetta klæða þig sérstaklega vel.
Góða helgi!
Þetta lagði mamma í belginn
26. júlí 2003 20:59:37
Sammála síðasta ræðumanni!
...og velkomin til heilsu á ný!!! Tekur þú eitthvað sumarfrí áður en kennsla hefst í haust? Kveðja, Anna
Þetta lagði Anna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum