27. júlí 2003  #
Fyrsta árshátíð Klúbbsins

Klúbburinn hélt sína fyrstu árshátíð í gær. Reyndar með þó nokkuð breyttu sniði frá upphaflega planinu...en útkoman var frábær þrátt fyrir það! :) Því miður vantaði tvo meðlimi klúbbsins, þær Höllu og Hófí, en þær voru með okkur í huganum.

Fyrst á dagskrá var Sporthúsið kl. þrjú þar sem við slöppuðum af í heita pottinum. Áður en haldið var heim til Elvu komum við svo við á MacDonalds til að ná okkur í smá snarl enda ætluðum við ekki út að borða fyrr en um kl. níu.

Heima hjá Elvu setti Jóhanna upp dekurstólinn og allir fengu andlitssnyrtingu. Það var yndislega ljúft. Ég hefði alveg getað legið í dekurstólnum allt kvöldið... :) Þetta var allt í rólega gírnum hjá okkur, kíktum á myndaalbúm, slökktum þorstann með vökvaflóðinu sem við höfðum birgt okkur upp með og höfðum okkur smám saman til fyrir kvöldið.

Theó kom kl. sjö en hún hafði verið föst í Hveragerði á leiðinni úr vinnunni sinni í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum. Þegar hún var komin var aðalskemmtiatriði kvöldsins sett í gang, Lagaleikur Assa! Við vorum öll búin að velja okkur eitt uppáhaldsdjammlag og nú var komið að því að hlusta á öll lögin og giska á hver ætti hvaða lag. Mér tókst að vera lægst á þessu prófi, gat aðeins giskað á tvö lög af níu rétt...og annað af þeim var mitt eigið lag! Svo ég gat eiginlega bara giskað á eitt lag ;) Held ég þurfi að taka mig á.... Jóhanna var sigurvegari kvöldsins með fimm rétta. Lögin "okkar" voru svo spiluð aftur og aftur það sem eftir var kvöldsins og sá siður okkar að skipta um lag áður en eitt lag klárast fékk ekki að viðgangast því það var alltaf einhver sem hrópaði "hey þetta er lagið mitt!" ;) hehe

Þegar klukkan var orðin hálfátta áttuðum við okkur á að okkur langaði ekki að fara strax út að borða svo við seinkuðum borðpöntuninni okkar á Gallileo þangað til kl. tíu.

Þegar klukkan var orðin níu vorum við enn ekki tilbúin að yfirgefa bækistöðina hjá Elvu og þegar Bára laumaði fram þeirri hugmynd um hvort við ættum ekki bara að panta okkur pizzu og vera hjá Elvu fram til miðnættis þá var hún einróma samþykkt.

Þannig að Hrói Höttur fékk heiðurinn af því að útvega okkur árshátíðarmatinn. Elskulegi pizzasendillinn var mjög þolinmóður og almennilegur og leyfði okkur að borga pizzurnar í 7 hlutum, sumir með peningum og sumir með korti. Tók óhemju langan tíma en pizzasendillinn var ekkert að pirrast á okkur :)

Í kringum kl. hálftólf pöntuðum við okkur leigubíl á Hverfisbarinn og vorum komin þangað mátulega snemma til að fá gott borð. Tónlistin var reyndar ekki í stíl við stemninguna okkar svo að dansgólfið heillaði okkur lítið. Við Jóhanna vorum fyrstar til að stinga af svo ég veit náttúrulega ekki hvort þau hin lögðu dansgólfið undir sig eftir að við vorum farnar.

Held ég geti sagt að þessi fyrsta árshátíð okkar hafi heppnast alveg prýðilega. Hlakka til að mæta á þá næstu að ári! :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
28. júlí 2003 00:32:11
Frábært!
Takk fyrir síðast! Já, þetta var virkilega skemmtilegt hjá okkur! Sjáumst:) Kveðja, Lena
Þetta lagði Lena í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum