9. júlí 2003  #
Tanngarður og ættgarður

Fór til tannlæknisins míns í dag. Úff, þetta er ekki það skemmtilegasta sem ég geri, þó tannlæknirinn minn sé dúndurfínn kall þá bara finnst mér ekkert gaman að láta meiða tennurnar mínar. Sem betur fer voru engar skemmdir og eftir að hafa gapað vel til að leyfa honum að rífa upp tannholdið bakvið neðri tanngarðinn fékk ég að fara heim. Hef reyndar engin verðlaun fengið í mörg ár fyrir að vera dugleg hjá tannlækninum. Mér finnst hálfgert svindl að fá ekki lengur að velja mér hringa og plastarmbönd úr verðlaunakörfunni bara af því ég er orðin sjálfráða... ;) Held ég fari fram á að mega borga pínu extra næst og fá í staðinn að velja mér verðlaun.

Settist niður með fartölvuna og skannann fyrir framan sjónvarpið í kvöld til að skanna inn nokkrar myndir meðan ég horfði á upptökuna af Boston Public frá því í gær. Það eru því komnar inn myndir af niðjamóti föðurættarinnar minnar árið 1994 og nokkrar aðrar gamlar og góðar myndir :) Svo gleymdi ég mér alveg í gömlu albúmunum og endurraðaði í þrjú elstu 200-mynda albúmin mín. Tók Laugalækjarskólamyndir til hliðar til að setja í séralbúm, rétt eins og ég gerði við Laugarnesskólamyndirnar. Það eru enn myndir liggjandi á sófaborðinu inni en nú verð ég að fara að koma mér í háttinn.


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
10. júlí 2003 15:23:28
Framtakssöm.
Mikið ertu framtakssöm Sigurrós mín. Það var svo gaman að skoða gömlu myndirnar sem þú settir inn. Sérstaklega þessa með ömmu þinni og systrunum hennar. Nú er bara ein eftir þar.
Þetta lagði mamma í belginn
10. júlí 2003 23:03:12
Duglegust
Þú ert ótrúleg :o) Getur þú svo komið heim til mín og raðað myndum í albúm, takk ??? Ég er að byrja að pakka niður og var einmitt í gærkvöldi að skoða gamlar myndir en svona skipulögð er ég nú ekki ... gangi þér vel að klára.
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum