21. ágúst 2003  #
Samhljóðar eru grænir og sérhljóðar rauðir

Hópeflinámskeiðið á Grand Hotel Reykjavík var mjög fínt :) Gaman að koma ásamt samstarfsfólki út úr hrjáða starfsumhverfinu og inn á svona afslappað svæði. Við fengum ágætis fyrirlestur um hvernig best sé að taka breytingum (og nóg er víst af þeim í skólanum þetta haustið...), unnum í nokkrum umræðuhópum, fengum ljúffengan hádegismat og fórum í leik úti á bílaplani (sem ég held að minn hópur hafi unnið...það var svolítið óljóst...).

Eftir kvöldmat skruppum við Jói inn í Kringlu þar sem tengdamamma hjálpaði okkur að velja brúðargjöf handa Ívari. Síðan sendum við tengdó strákana heim í tölvuna og kíktum saman í nokkrar fatabúðir. Virkilega gaman :)

Kvöldinu er ég svo búin að eyða með símann fastan við eyrað, maður hefur svo óskaplega þörf þessa dagana fyrir að tjá sig. Svo það er ágætt að geta hringt til skiptis í mömmu sem á alltaf ágætis eyru og í Guðbjörgu sem er eins og ég að fara að kenna 6 ára bekk og getur svarað helstu spurningum, eins og hvort samhljóðar séu grænir eða rauðir o.s.frv. ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
22. ágúst 2003 11:47:45
Þú munt örugglega pluma þig!!!
Ég er ekki neinum vafa um það að þú munt standa þig vel í kennara-starfinu. Heppin þú að hafa aðgang að stóru systur þinni og svo verður Linda örugglega tilbúin að leggja þér lið... GANGI ÞÉR ALLT Í HAGINN!
Þetta lagði Anna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum