22. ágúst 2003  #
Sól, grill og sirkus

Kristján aðstoðarskólastjóri fyrirskipaði okkur Helgu að slappa af um helgina án þess að eyða orku í að hafa áhyggjur af byggingarmálum skólans svo ég bara hlýddi því og rölti í sólskinsskapi heim á leið. Grænt Miklatúnið heillaði svo ég beygði af leið og settist þar á bekk við hlið (h)eldri herramanns og þar sátum við tvö og spjölluðum um daginn og veginn en fljótlega bættust ung amma og lítil dama á bekkinn. Virkilega skemmtilegt að lenda í hrókasamræðum við bláókunnugt fólk úti á túni á sólskinsdegi. Held maður ætti að gera þetta oftar!

Tengdapabbi kom síðan og snæddi grillkvöldmat með okkur. Við erum því miður ekki búin að vera neitt sérlega dugleg að grilla í sumar, ef grillæðið mitt í byrjun júní er frátalið.

Áðan vorum við Jói á Sirkus í kveðjuhófi Vals sem er á leiðinni til Danmerkur í mastersnám. Reykur og hiti voru áberandi ókostir við staðinn og við fundum mest til með Regínu og ófæddum Arnarsyni eða -dóttur. Þegar við komum heim eftir hið stutta stopp á djamminu fundum við síðan til með Unni sem situr heima og þarf að læra.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum