29. ágúst 2003  #
Geitur, geitungar og Guð

Fórum með 1. - 4. bekk í Húsdýragarðinn í dag. Sáum heilan helling af dýrum, allt frá refum, hestum og geitum yfir í geitunga. Þeir síðastnefndu fengu afar misjafnar móttökur, krakkarnir voru ýmist logandi hræddir við þá eða forvitnir um þessi skrautlegu skordýr. Þegar sumir minna nemenda sýndu áhuga á að klappa kvikindunum reyndi ég nú samt að beina athygli þeirra annað... Og alltaf lærir maður eitthvað nýtt, ég komst sem sagt að því að til að ná geitungabroddi út á að bleyta sykurmola með munnvatni þess sem er stunginn og leggja við broddinn. Þetta virtist alla vega virka þegar starfsmenn húsdýragarðins náðu broddi úr eyrnasnepli eins nemandans í mínum bekk... Verð að viðurkenna að ég var frekar þreytt eftir daginn þó við höfum skemmt okkur konunglega. Jói var svo góður að bjóða mér upp á pizzu hjá Hróa Hetti en ég sofnaði reyndar næstum því ofan í diskinn... ;)

Í kvöld sáum við svo Bruce Almighty sem ég hef ekki heyrt góða dóma um enn. En hún kom á óvart og var bara þrælfín að mínu mati. Kannski af því við vorum búin að heyra slæmu gagnrýnina um hana og vorum því ekki að búast við alltof miklu. Svo grunar mig einnig að margir þeirra sem ekki fíluðu myndina hafi kannski verið að búast við nýrri Cable Guy eða Ace Ventura. Flott að sjá Jim Carrey svona temmilega eðlilegan í mynd ;) þó ég fíli samt líka fíflalætin í honum :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum