31. ágúst 2003  #
Skúra, skrúbba og bóna

Fór aftur upp í skóla í dag og reyndi að skrúbba skítinn af skúffum o.fl. Stofan er smám saman að taka á sig betri mynd.

Síðan lá leiðin austur yfir fjall. Hitti mömmu, Guðbjörgu og börnin í Eden í Hveragerði og við skoðuðum málverkasýninguna hans Jóns Inga. Mjög fallegar myndir hjá honum að vanda. Því næst fórum við á Selfoss þar sem mamma bauð upp á dýrindis kvöldmat. Ég stakk svo af nokkru eftir matinn þar sem ég átti eftir að gera ýmislegt fyrir kennsluna. Nánar um daginn hjá mömmu :)

Ég vil taka það fram að ég veit ekki hvernig ég færi að ef ég ætti ekki þennan fína mann sem hefur alveg tekið að sér uppvaskið á heimilinu meðan ég hef verið að fara yfir um af skólastressi. Þú ert frábær, Jói :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
1. september 2003 10:22:33
Alltaf góður.
Ég sendi honum Jóa mínum bestu kveðjur og þakkir fyrir að vera svona góður við þig. Það er reyndar ekkert nýtt. Hann á mörg prik hjá tengdó.
Þetta lagði mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum