27. september 2003  #
Pappakassar, hangikjöt, grannmeti og átvextir

Fórum upp í Miðhús í dag og fórum í gegnum kassa frá Jóa sem leyndust í geymslunni þar. Náðum eftir nokkurra klukkustunda yfirferð í geymslunni að fylla bílinn okkar af kössum og pokum. Fórum með einn kassa af tímaritum heim til ömmu Dídí og sátum smá stund og spjölluðum við hana. Síðan lá leiðin yfir í Kópavog þar sem Elli og Svava fengu tölvuna sína sem var í sjúkraheimsókn hjá Jóa. Gaman að fara á svona marga staði og hitta svona marga, við erum ekki nógu dugleg við að fara í heimsóknir.

Í Miðhúsum fengum við voða góðan og þjóðlegan kvöldmat, hangikjöt með kartöflum og uppstúi. Nammi namm, hef ekki fengið það lengi. Reyndar er þetta matur sem maginn í mér þolir ekki en er fínt svona örsjaldan :) Og það var ekki það eina sem við fengum í Miðhúsum, Björk gaf mér Grannmeti og átvexti, ljóðabókina hans Þórarins Eldjárns, sem mig hefur langað svo í síðan hún kom út jólin 2001. Ég er auðvitað himinlifandi og finnst eiginlega bara að jólin séu komin :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
28. september 2003 16:28:02
Gott að þér líður betur enda ekki annað hægt, fóðruð á hangikjeti og átvöxtum! Mig langar í hana líka sko bókina, á nokkrar bækur eftir hann Þórarinn, algjör snilldingur maðurinn :o)... og við líka!
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum