28. september 2003  #
Haustlitaferð að Þingvöllum

Fyrsta "árlega" haustlitaferð Klúbbsins fór fram í dag. Hófí, Theó, Assi og ég skunduðum á Þingvöll, þ.e.a.s. keyrðum að útsýnispallinum við Almannagjá og skunduðum síðan af stað. Við gengum eftir Almannagjánni, skoðuðum gróður, gjótur, geitungabú, steinsvalir, fossa, hyli, túrista o.fl. áður en við snerum aftur í bílinn og leituðum okkur að góðum áningarstað til að borða nestið okkar á. Hann fundum við og þar gæddum við okkur á flatkökum með hangikjöti, kanilsnúðum, kleinuhringjum og eplaköku. Vorum með flottasta nestið á staðnum! :) Drifum okkur svo inn í bíl áður en við frusum föst við bekkinn, fórum og hentum peningum í Nikulásargjá, skoðuðum Flosagjá og síðan flúðum við Theó og Assi skjálfandi inn í bíl meðan Hófí fór og skoðaði umhverfi kirkjunnar.

Fínn dagur eins og sjá má á myndunum :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
29. september 2003 12:59:10
Mikið rosalega eru myndirnar fínar. Gaman að sjá Hófí og Theo. Það er orðið svo langt síðan ég hef séð þær.
Þetta lagði mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum