3. september 2003  #
Götótt blogg um þessar mundir

Dyggir lesendur mínir hafa kannski tekið eftir því að eitthvað hefur slaknað á bloggframleiðslunni. Ástæðan er auðvitað hin langþráða nýja vinna, skólastarfið sem tekur helst til mikið af tíma mínum og orku þessa dagana. Ég ætla nú ekki að hætta að blogga þó mikið sé að gera en þá daga sem ég geri ekkert annað en að kenna og undirbúa kennslu þá hef ég svo sem ekki frá miklu að segja sem ég myndi setja niður hér.

En reyndar var ég nokkuð afslöppuð í kvöld og var ekki að vinna neina ólaunaða yfirvinnu. Við Jói skutumst með DVD-spilarann bilaða upp í Miðhús þangað sem mamma og Haukur ætla að sækja hann á morgun á leið sinni norður. Flókið mál sem vonandi endar vel þannig að við Jói getum aftur farið að horfa á DVD án þess að þurfa að tengja fartölvu og hátalara við sjónvarpið.

Núna ætla ég hins vegar að drífa mig í háttinn þó klukkan sé bara tíu. Er alveg örmagna enda gefur maður alla orkuna í starfið þessa dagana. Isss, ég er verri en Öskubuska, hún fór þó ekki í háttinn fyrr en á miðnætti ;) hehe


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
4. september 2003 09:59:33
Fyrstu vikurnar taka á!
Sæl Sigurrós!
Ég veit alveg hvernig þér líður þessa dagana en ég veit líka að eftir nokkrar vikur verður þetta allt komið í ákveðna rútínu og verða mun auðveldara! Bið að heilsa Lindu! Kveðja Anna
Þetta lagði Anna S. Hjaltadóttir í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum