10. október 2004  #
Takk fyrir helgina :)
Þetta var hin ágætasta helgi :)

Á laugardeginum fengum við Jói okkur göngutúr um Kópavoginn. Gengum framhjá tjörninni, meðfram sjónum út eftir Kársnesinu, inn í Vesturbæinn, yfir Borgarholtið, að Hamraborginni, framhjá Sunnuhlíð og aftur heim. (Sko, maður er bara að breytast í sannan Kópavogsbúa, farinn að læra staðarheiti ;) hehe) Við komum við í Salnum og reyndum að komast inn til að kaupa miða á tónleika Jónasar Ingimundar og Kristins Sigmunds en allt var lokað. Svo við keyptum bara miða á netinu þegar við komum heim. Sniðug netmiðasala hjá þeim á, hægt að leita sjálfur eftir lausum sætum og svoleiðis. Vorum svo heppin að næla okkur í miða, þetta eru sko tónleikar sem ég tími engan veginn að missa af, þó ég sé fátæk vegna verkfallsaðgerða...

Um kvöldið fór ég hins vegar ásamt Guðbjörgu, Magnúsi og nokkrum öðrum Selfosskennurum og Sigrúnu á Broadway að sjá Með næstum allt á hreinu. Aðstandendur sýningarinnar töldu að kennarar þyrftu að fá tækifæri til að gera sér glaðan dag þrátt fyrir verkfall og gáfu kennurum 600 miða fyrir tvo á sýninguna. Virkilega fallega gert :) Stemningin var góð og kennarar fjölmenntu í góðu skapi og skildu verkfallsáhyggjur eftir heima. Sýningin er fjörug en alls ekki gallalaus. Brimkló tók við þegar sýningunni lauk og spilaði fyrir dansi. Þeir eru nú að verða pínu aldnir, piltarnir í Brimkló og einhvern veginn náðu þeir nú ekki upp neinni rosalegri stemningu en við tjúttuðum samt í smá stund áður en við héldum heim á leið. Skemmtilegt kvöld og ég þakka fyrir mig :)

Í dag lögðum við Jói svo land undir fót, eða reyndar undir dekk, og brugðum okkur í kaffi á Selfoss hjá mömmu og Hauki. Þar voru einnig Amma Bagga, Ingi, Guðbjörg, Magnús og Oddur. Bara allsherjar fjölskyldukaffi :) Við dvöldum svo aðeins fram á kvöldið og kríuðum út dýrindis kvöldmat ;) Takk fyrir okkur :)

Litum svo við hjá tengdapabba þegar við komum í bæinn. Sátum smá stund hjá honum, mauluðum fríhafnarnammi og spjölluðum. Takk fyrir okkur :)

Já, þetta var fín helgi :) Vonandi verður nú vikan ánægjuleg, þrátt fyrir að verkfallið ógurlega virðist ætla að standa eitthvað lengur :(Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
11. október 2004 20:02:18
Ég segi bara. TAKK FYRIR KOMUNA
Þetta lagði Mamma í belginn


Carpal Tunnel
Jahá, við Móses eigum greinilega eitthvað sameiginlegt ;)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum