16. október 2004  #
Vikuskýrslan
Vikan hófst í Nauthólsvík þar sem nokkrir kennarar Hlíðaskóla fengu sér röskan göngutúr áður en við fórum í verkfallsmiðstöðina. Seinna um daginn var svo baráttufundur í Háskólabíói þar sem hátt í tvö þúsund manns mættu. Þetta var virkilega góður fundur, sterkar og góðar ræður og glæsileg skemmtiatriði.

Á þriðjudeginum var saumaklúbbur hjá Önnu Margréti. Fyrsta skipti sem við höfum hádegisklúbb, erum vanar að hittast að kvöldi til. Þetta var skemmtileg tilbreyting :) Alltaf gaman að hitta liðið :)
Um kvöldið fórum við Jói á tónleika Jónasar Ingimundar og Kristins Sigmunds í Salnum. Frábærir tónleikar með frábærum listamönnum. Sá sko alls ekki eftir því að við skyldum drífa okkur. Við könnuðumst bæði við nokkra á tónleikunum og ég hitti m.a. Ágústu Hauks sem kenndi mér á píanó í 8 (eða 9?) ár. Reyndar kenndi hún mér miklu meira en bara píanóleik í píanótímum enda alveg einstök kona. Það var gaman að hitta hana :)

Á miðvikudeginum náði ég að rífa mig fram úr rúminu snemma og það borgaði sig! Átti allsherjar dugnaðardag, tók til, þvoði þvotta, gerði almennileg matarinnkaup, reddaði nýjum myndaramma í staðinn fyrir þann sem brotnaði, fór í Sorpu auk þess að fara í sjúkraþjálfun og líta við í verkfallsmiðstöðinni. Er búin að vera hálfkraftlaus og andlaus í þessu verkfalli enda mjög lýjandi og niðurdrepandi lífsreynsla.

Á fimmtudeginum reyndu Kennarafélag Reykjavíkur og Kennarafélag Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs einmitt að reyna að hressa upp á kennarahópinn og buðu okkur í ferðalag til Krýsuvíkur. Það voru í kringum 100 manns sem fóru í ferðina sem var mjög hressandi og skemmtileg. Við fórum með rútunni yfir á Selatanga og gengum þar um með leiðsögn leiðsögumanns úr kennarahópnum. Síðan tók við ganga yfir að Ísólfsskála, en gangan var löng og pínu strembin þar sem gengið var yfir hraun og þurfti maður einbeita sér að því að stara niður fyrir sig allan tímann til að hnjóta ekki um hraunhnullunga eða þúfur. Ég hefði gjarnan viljað njóta göngunnar betur með því að horfa meira í kringum mig. En þetta var samt fín ferð :) Á heimleiðinni var farið á Saltfiskssetrið í Grindavík þar sem við fengum aðstöðu til að borða nestið okkur og fengum frítt inn á sýningar hússins. Virkilega vel boðið :)
Um kvöldið bauð Þóra Sig til Miller-fundar heima hjá sér. Mæting var mjög góð enda grípum við fegins hendi öll tækifæri til að hittast.

Á föstudeginum hittumst við í verkfallsmiðstöðinni um morguninn til að safna liði á Þjóðminjasafnið. Það er frítt á safnið á miðvikudögum en þá er víst yfirleitt allt fullt meðan verkfallið stendur yfir svo að við ákváðum að safna frekar saman fólki á föstudegi og nýta bara helmingshópafsláttinn (300 kr. í stað 600 kr.) og hafa safnið út af fyrir okkur ;) Nýja safnið er ótrúlega flott og mikið þar að skoða. Við vorum í rúma tvo og hálfan tíma en fórum samt á hálfgerðu hundavaði yfir efri hæðina. Mæli með því að fólk skelli sér á safnið, það er búið að leggja 6 - 7 ár í að gera þetta upp svo að nú verða allir að fara og skoða herlegheitin ;) Skilst samt að það reynist erfitt fyrir fólk í hjólastólum að komast leiðar sinnar þarna enda gleymdist á lokasprettinum að gera ráð fyrir hjólastólum. Sá strax í innganginum að þetta er rétt, inngangurinn að safninu er þröngur og með þröskuldi :( Eftir safnferðina bauð Unnur okkur í kaffi heim til sín og það var nú eins og við værum enn á Þjóðminjasafninu því hún á svo mikið af gömlum, fallegum hlutum með sögu.
Um kvöldið var okkur Jóa boðið í afmælismatarboð hjá Önnu Kristínu. Fengum þar ljúffengan mat og hittum skemmtilegt fólk. Sátum til tæplega tvö um nóttina í góðra vina hópi, kjöftuðum og höfðum það huggulegt.

Í dag leit ég loksins við í Alliance Francaise til að leigja mér myndir og bækur, í fyrsta skipti frá því ég gerðist meðlimur í lok febrúar... Tók tvær franskar videomyndir, Tinna og Saint-Cyr, tvo geisladiska og nokkrar barnabækur. Ein af bókunum sem ég tók var Le conte chaud et doux des Chaudoudoux sem er upprunalega bandarísk (The Original Warm Fuzzy Tale). Þetta er yndisleg bók sem fjallar um það að vera góður, hlýr og opinn við aðra. Í sögunni hefur fullorðna fólkið glatað þessum hæfileika en börnin ná enn að vera opin og sýna væntumþykju. Bók fyrir alla þó hún flokkist líklega sem barnabók. Bók sem mætti gjarnan þýða yfir á íslensku svo Íslendingar fái að njóta hennar!

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum